Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12.12.2023 13:03
Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. 12.12.2023 12:16
Samkeppniseftirlitið segir aðhaldskröfur ekki standast neina skoðun Samkeppniseftirlitið er harðort í viðbótarumsögn sinni um nýtt fjárlagafrumvarp og segir eftirlit með samkeppni á Íslandi í grafalvarlegri stöðu. Framlög til eftirlitsins séu lækkuð á sama tíma og umsvif í efnahagslífinu aukist. 12.12.2023 11:22
N1 á Selfossi selur nú 98 oktana bensín N1 á Selfossi hefur nú bæst við þann hóp stöðva N1 sem selur 98 oktana bensín. Um er að ræða einu stöðina á Suðurlandi sem selur 98 oktana bensín. 12.12.2023 10:34
Býður mökum barna sinna að greiða þjónustugjald Félagsráðgjafi segir það algengt að foreldrum líki ekki við tengdabörn sín. Hann segist sjálfur setja reglur á eigin heimili og býður mökum barna sinna að greiða þjónustugjald eða taka þátt í heimilisstörfum. 12.12.2023 10:00
Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. 12.12.2023 08:43
Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. 9.12.2023 16:04
Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt. 9.12.2023 14:11
Árekstur á umdeildum gatnamótum Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar um eitt leytið í dag. 9.12.2023 13:33
Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. 9.12.2023 10:42