„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. 9.12.2023 10:24
Meintir baðgestir í Bláa lóninu voru starfsmenn Meintir baðgestir sem ljósmyndari fréttastofu náði mynd af í gær í Bláa lóninu voru starfsmenn lónsins. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. 9.12.2023 09:15
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9.12.2023 08:33
Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9.12.2023 08:18
Sólin geri lítið gagn til upphitunar Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. 9.12.2023 07:40
Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess. 9.12.2023 07:20
Vonar að Bjarni líti í eigin barm: „Manni ofbýður ástandið“ Mótmælandi sem henti glimmeri í þrígang yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á fundi í Veröld, segir að um jólakveðju hafi verið að ræða. Hún segist vona að Bjarni hugsi sinn gang eftir atburðarás dagsins. 8.12.2023 14:03
Evrópuferðalagið í leka húsbílnum endar við Reykjavíkurtjörn Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur. 8.12.2023 12:00
Pútín hyggst bjóða sig aftur fram Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hyggst bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í Rússlandi sem boðað hefur verið til þann 17. mars næstkomandi. 8.12.2023 11:46
Ragnar ræddi boltann við bresku stjörnurnar Árlegt jólaboð London bókasafnsins fór fram í gærkvöldi. Helena Bonham Carter, leikkona og forseti bókasafnsins, hélt teitið og þar var Ragnar Jónasson, rithöfundur, meðal gesta og hitti hann ýmsar breskar stórstjörnur. 8.12.2023 11:00