Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24.1.2024 13:16
Spá stormi og varasömu ferðaveðri á morgun Veðurstofan spáir sunnan stormi í flestum landshlutum á morgun. Gular veðurviðvaranir verða í gildi. 24.1.2024 10:18
Kársnesskóla skipt upp í tvo skóla Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Meginástæðan er fjölgun nemenda. 24.1.2024 10:04
Dregur úr landrisi og rólegt á Reykjanesi Verulega virðist hafa dregið úr landrisi í Svartsengi og nágrenni síðustu tvo sólarhringa samkvæmt gögnum úr síritandi GPS mælum. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga horfa til samspils fleiri mælinga og staðan því óbreytt. 24.1.2024 08:47
Ryan Gosling sársvekktur yfir Óskarstilnefningunum Kanadíski leikarinn Ryan Gosling segist vera vonsvikinn og sársvekktur vegna þess að Greta Gerwig, leikstjóri Barbie og Margot Robbie, aðalleikkona myndarinnar, hafi ekki verið tilnefndar til Óskarsverðlauna líkt og hann sjálfur. 24.1.2024 08:31
Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. 23.1.2024 16:03
Óskarstilnefningar 2024: Oppenheimer í aðalhlutverki en Volaða land úr leik Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, er ekki á meðal þeirra erlendu mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í ár. 23.1.2024 14:23
„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. 23.1.2024 12:27
Eltihrellir lætur Taylor Swift ekki í friði Meintur eltihrellir bandarísku söngkonunnar Taylor Swift var handtekinn fyrir utan íbúð hennar í New York borg í gær. Einungis örfáir dagar eru liðnir síðan hann reyndi að brjótast inn á heimili hennar. 23.1.2024 11:12
Börn geti ekki leikið sér nógu mikið úti Börn og ungmenni í Bretlandi verða fyrir mikilli heilsufarsskerðingu þar sem þeim stendur ekki til boða að leika sér úti í sama mæli og áður í landinu. Hagsmunasamtök segja bresk stjórnvöld ekki horfa til mikilvægi þessa þegar kemur að skipulagsmálum. 23.1.2024 10:47