Kerfið hafi tilhneigingu til að verjast breytingum en nú sé mál að linni 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að virða lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. 24.9.2020 16:19
Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Dæmi eru um að fólk sem hugði á sýnatöku hefði skyndilega hætt við vegna sóttkvíða og ekki litist á aðstæður á Suðurlandsbrautinni. Rúmlega þrjú þúsund manns fóru í sýnatöku þar í fyrradag. 24.9.2020 10:36
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23.9.2020 15:14
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23.9.2020 12:23
Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. 23.9.2020 11:54
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23.9.2020 11:01
Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar. 18.9.2020 18:07
Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu. 18.9.2020 15:54
Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. 18.9.2020 14:54
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18.9.2020 10:51