Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 13:27 Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði. Borgin hyggur á málsókn. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa. Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa.
Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31
Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39