Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25.4.2023 12:02
„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. 24.4.2023 19:31
Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel. 21.4.2023 16:22
Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild. 19.4.2023 21:55
Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið. 19.4.2023 21:29
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17.4.2023 22:02
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17.4.2023 13:35
Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. 13.4.2023 13:08
Hinn látni karlmaður um áttrætt Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 12.4.2023 11:49
Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra. 5.4.2023 16:28