Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2024 14:45 Helga Vala Helgadóttir er einn lögmanna Eddu Bjarkar en hún vinnur nú að því að reyna að koma hreyfingu á málið. Mikilvægast sé að koma Eddu heim. Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“ Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“
Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40