Virkni skjálftahrinunnar jókst lítillega í morgun Heldur dró úr virkni skjálftahrinunnar fyrir norðan í nótt en hún jókst skyndilega í morgun með skjálfta sem mældist 3,3 að stærð. Jarðskjálftarhrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hófst 19. júní. 23.6.2020 12:30
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23.6.2020 08:45
Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað. 23.6.2020 07:18
Ræða forsendur kjarasamninga á formannafundi Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum. 22.6.2020 12:32
Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. 22.6.2020 08:28
Vantreysta lögreglunni og óttast hana Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. 7.6.2020 13:38
Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. 6.6.2020 11:45
Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5.6.2020 14:48
Foreldrar langveikra barna hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara í verndarsóttkví Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. 4.6.2020 16:10