Tveir af hverjum þremur bílum þurfi að vera hreinorkubílar fyrir 2030 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2020 14:53 Páll Erland er framkvæmdastjóri Samorku. Samorka/Skjáskot Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“ Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“
Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira