„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 12:05 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35