Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki skyn­sam­legt að gista í bænum enda styttist í eld­gos

Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn eftir langt hlé í dag, þar sem var líf og fjör við löndun. Kortlagning á sprungum stendur enn sem hæst; einn þeirra sem vinnur að úttekt í bænum segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að hleypa íbúum og starfsfólki inn í Grindavík. Svæðið sé enn ótryggt og kanna þurfi sprungur mun betur.

Stjörnugrís innkallar skinku vegna listeríugerils

Stjörnugrís hefur tilkynnt innköllun á tveimur tegundum af skinku vegna þess að gerillinn Listeria monocytogenes mældist í vörunum. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki varanna og farga þeim eða skila í verslun.

Af hverju var konu­dagurinn ekki í gær?

Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti.

Starfs­menn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum á­róðri

Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg.

Fimm tíma raf­magns­leysi í Borgar­firði

Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju.

Sjá meira