Fjórtán ára piltur féll úr stólalyftu í Bláfjöllum Fjórtán ára piltur féll tíu metra úr stólalyftu í Bláfjöllum. Að sögn lögreglu vankaðist pilturinn við fallið en rankaði síðan við sér. 11.3.2024 14:47
Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót. 8.3.2024 00:23
Segir sveitarfélögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir. 7.3.2024 21:06
Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. 7.3.2024 15:35
Prinsessan slökkti í samsæriskenningum með því að láta sjá sig Kate Middleton sást meðal almennings í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði í dag. Mikið hefur verið slúðrað um fjarveru hennar úr sviðsljósinu frá því hún fór í skurðaðgerð á kviði þann 16. janúar. 5.3.2024 00:15
Fjárkúgun erlendra glæpahópa á íslenskum drengjum eins og útgerð Lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir málum þar sem ungir drengir eru fjárkúgaðir með hótunum um dreifingu á nektarmyndum hafa fjölgað. Skipulagðir erlendir glæpahópar standa oft að baki fjárkúguninni. 4.3.2024 21:32
Sebastiaan Boelen nýr fjármálastjóri Marel Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn í stöðu fjármálastjóra Marels og tekur við af Stacey Katz, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tvö ár. 4.3.2024 17:45
„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4.3.2024 08:00
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3.3.2024 23:27
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3.3.2024 22:31