Ferðatösku Laufeyjar stolið Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. 3.3.2024 20:43
Rödd hrekkjalómanna og hláturmilda hirðfíflsins úr Star Wars látin Mark Dodson, sem er þekktastur fyrir að hafa talsett fjölda hrekkjalóma í Gremlins-myndunum og hirðfíflið Salacious B. Crumb í hirð Jabba the Hutt, er látinn 64 ára að aldri. 3.3.2024 19:57
Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3.3.2024 18:41
Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. 3.3.2024 00:27
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3.3.2024 00:10
Ísland fer niður um sæti hjá veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2.3.2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2.3.2024 19:48
Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. 2.3.2024 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli á Reykjanesi rétt fyrir fjögur í dag en öflug og skyndileg skjálftavirkni við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell varð um hálf fimm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá svæðinu við hlaupið og í beinni frá Almannavörnum til að fá skýra mynd af stöðunni. 2.3.2024 18:22
Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. 2.3.2024 17:34