Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skýjað og skúrir en ekki of kalt

Lægðin sem stýrði veðrinu við Ísland í gær er komin til Norður-Noregs en drag frá henni hafi þó enn áhrif. Von er á fremur hægri breytilegri átt og það verður skýjað að mestu með skúrum eða rigningu. Fyrir vestan verður þurrt og jafnvel sól.

Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði

Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram.

Næsti Bond undir þrí­tugu og þrír efstir á blaði

Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson.

Allt að sau­tján stiga hiti í dag

Víðáttumikil lægð milli Íslands og Færeyja stjórnar veðrinu á Íslandi í dag með norðlægri eða breytilegri átt. Á Norður- og Austurlandi verður svalt en í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum, sums staðar dálítil væta og hiti allt að 17 stig.

Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga

Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins.

Gripinn við inn­brot og bíl ekið inn í búð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Innbrotsþjófur sem hafði reynt að brjótast inn í fyrirtæki var gripinn við að brjótast inn í bíl. Ökumaður sem flúði undan lögreglu á móti umferð var handtekinn semog allir farþegar bíls sem var ekið inn í búð.

Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina.

Sjá meira