Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Norskar björgunarsveitir hættu leit eftir þrjá tíma að manni sem féll fyrir borð í Norrænu undan suðurströnd Noregs. Búið er að bera kennsl á viðkomandi með manntali á farþegum og gera fjölskyldu hans viðvart. Ekki liggur fyrir hvenær leit hefst að nýju. 29.6.2025 10:15
Skýjað og skúrir en ekki of kalt Lægðin sem stýrði veðrinu við Ísland í gær er komin til Norður-Noregs en drag frá henni hafi þó enn áhrif. Von er á fremur hægri breytilegri átt og það verður skýjað að mestu með skúrum eða rigningu. Fyrir vestan verður þurrt og jafnvel sól. 29.6.2025 08:50
Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. 29.6.2025 08:27
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29.6.2025 07:36
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28.6.2025 12:26
Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lilja Sif Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Supranational 2025, var í gærkvöld krýnd Miss Supranational Europe sem efsti evrópski keppandinn. Einnig hlaut hún verðlaun sem myndfríðasti keppandinn. 28.6.2025 10:37
Allt að sautján stiga hiti í dag Víðáttumikil lægð milli Íslands og Færeyja stjórnar veðrinu á Íslandi í dag með norðlægri eða breytilegri átt. Á Norður- og Austurlandi verður svalt en í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum, sums staðar dálítil væta og hiti allt að 17 stig. 28.6.2025 09:05
Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins. 28.6.2025 08:41
Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Innbrotsþjófur sem hafði reynt að brjótast inn í fyrirtæki var gripinn við að brjótast inn í bíl. Ökumaður sem flúði undan lögreglu á móti umferð var handtekinn semog allir farþegar bíls sem var ekið inn í búð. 28.6.2025 07:41
Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. 27.6.2025 14:06