Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans. 22.2.2025 21:45
Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins. 22.2.2025 20:59
Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. 22.2.2025 19:16
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22.2.2025 18:26
Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. 22.2.2025 18:01
Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. 21.2.2025 23:57
Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. 21.2.2025 23:23
Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21.2.2025 23:02
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. 21.2.2025 21:53
„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. 21.2.2025 20:49