Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hækkar tolla á Kína og sam­þykkir níu­tíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja

Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent.

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin

Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans.

Land­ris hraðara en eftir síðustu eld­gos

Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum.

Greindist með skyr­bjúg eftir notkun megrunarlyfs

Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi.

Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og bar­smíðum ísraelskra her­manna

Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf.

Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten

Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015.

Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju

Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn.

Sjá meira