Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21.2.2025 20:03
Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið. 21.2.2025 07:00
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. 20.2.2025 15:29
Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur. 20.2.2025 14:18
Trump fetar í fótspor Breivik „Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik. 20.2.2025 11:57
Traustið við frostmark Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna. 20.2.2025 09:39
Addison Rae á Íslandi Tónlistarkonan og samfélagsmiðlastjarnan Addison Rae er stödd á Íslandi. 19.2.2025 14:38
„Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Formaður Eflingar sakar framkvæmdastjóra Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um að segja ósatt um að brot fyrirtækisins iClean á ræstingafólki hafi ekki legið fyrir þegar Umbra endurnýjaði samning við fyrirtækið. Ágætt væri ef framkvæmdastjórinn myndi skammast sín og biðjast afsökunar. 19.2.2025 13:15
Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. 19.2.2025 09:24
„Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Orðið óskilamunir virðist hafi glatað merkingu sinni hjá ákveðnum hópi fólks sem sækir skemmtistaði landsins. Þessi hópur talar ekki um óskilamuni heldur um óskilamun sem einhvers konar rými sem geymir glataðar eigur. 18.2.2025 16:15