Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Sel­fyssingar unnu Skjálftann með verki um hin­segin bak­slag

Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, fór fram í fimmta sinn um helgina þar sem ungmenni úr unglingadeildum grunnskóla á Suðurlandi sýndu fjölbreytt sviðsverk. Vallaskóli á Selfossi vann með verki um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.

Segir Sinatra hafa verið „risa­vaxinn“ neðan beltis

Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle.

Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu

Alex Þór Jónsson, betur þekktur sem Lexi Picasso, skaddaðist á mænu þegar hann missti sextíu kílóa lóð á höfuðið. Hann segist hafa notað æfingar til að flýja djöfla sína og nauðgun sem hann varð fyrir í æsku. Hann fór til Kenía í aðgerð við mænuskaða en festist þar í þrjú ár vegna Covid-heimsfaraldursins.

Kim mældist með „litla heilavirkni“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fór nýverið í heilaskönnun í kjölfar þess að hún greindist með heilagúlp í haust. Reyndist Kim vera með „göt“ í heilanum sem læknirinn sagði sýna litla heilavirkni.

Sjá meira