Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

20 til 30 ný störf verða til í Ár­borg með til­komu nýs öryggisfangelsis

Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu.

„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Ís­landi og í Sví­þjóð

Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni.

Tíu ára stelpa frá Vík í úr­slitum í Euro­vision barna í Dan­mörku

Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni.

Ó­ljóst með skóla­hald eftir helgi

Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist skilja aðgerðir kennara vel, en margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum.

Tvö þúsund Ís­lendingar í hverri viku á Tenerife

Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Rækta 60 tonn af ís­lenskum jarðar­berjum

Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Fyrsta bílaapótekið á Suður­landi

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Vel yfir 10 milljónir fyrir raf­magn á mánuði hjá garðyrkjubændum

Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur.

100 gráðu heitt vatn fannst í Reyk­holti í Bláskógabyggð

Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla.

Sjá meira