Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Beint frá býli dagurinn“ býður lands­mönnum í heim­sókn

„Beint frá býli“ dagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 24. ágúst frá 13 til 16 í hverjum landshluta. Um er að ræða fjölskylduvænan hátíðisdag þar sem neytendur geta heimsótt og kynnst lífi og starfi á lögbýli í sínum landshluta, smakkað og keypt vörur af öðrum smáframleiðendum á svæðinu og upplifað hvernig íslenskur matur verður til.

Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvols­velli í kvöld

Það er mikið líf og fjöri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld en þar fer nú fram setning fjögurra daga Njáluhátíðar í Rangárþingi með skemmti-, lista og fræðikvöldi. Sérsaminn leikþáttur verður meðal annars sýndur og Hundur í óskilum ætlar að taka nokkur Njálulög svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli í fréttatíma Sýnar.

Kinn­hestur frá Ingvari E. Sigurðs­syni í til­efni af nýjum bjór

Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari.

Hundrað þúsund ferða­menn heim­sóttu Jökuls­ár­lón í júlí

Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli.

Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vin­sælda

Heilunarguðþjónustur hafa notið mikilla vinsælda í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ en 35 slíkar messur hafa verið haldnar og verður sú þrítugasta og sjötta haldin nú í september. Þá verður líka stór viðburður í bæjarfélaginu, sem kallast Heimsljós.

Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára af­mæli Heilsu­stofnunar

Það var mikið um að vera í Hveragerði í dag því þar fékk fólk að smakka á furðu ísum, auk þess sem haldið var upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar en um eitt hundrað þúsund manns hafa notið dvalar á stofnunni á þessum sjötíu árum.

Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis.

Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum

Áhugi á ræktun rósa er alltaf að aukast í görðum landsmanna og eru garðeigendur oft að ná ótrúlega góðum árangri með ræktunina. Gott dæmi um það er garður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem eru um þrjú hundruð mismunandi tegundir af rósum ræktaðar.

Í­búar á gömlum og fal­legum dráttar­vélum í Hrís­ey

Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann.

Sjá meira