Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. 3.5.2023 19:00
Gæsluvarðhald staðfest yfir tveimur í tengslum við andlátið á Selfossi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands. 3.5.2023 17:37
Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. 2.5.2023 22:30
Níu þúsund sóttu tónleika Sinfóníunnar í Bretlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra. 2.5.2023 20:43
Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2.5.2023 19:13
Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2.5.2023 18:29
Vélarrýmið fylltist af gufu Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni. 30.4.2023 16:41
Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. 30.4.2023 16:30
Kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að dóttir slasaðist Hafnfirðingurinn Svavar Halldórsson kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að tíu ára dóttir hans slasaðist á Víðistaðatúni. Tognaði hún eftir að hafa verið hrint af eldri dreng. 30.4.2023 14:17
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30.4.2023 12:22