Ný bók um Samherjamálið Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum. 29.4.2023 23:01
„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“ Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma. 29.4.2023 16:01
Kajakræðari féll útbyrðis við Hrísey Björgunarsveitir í Eyjafirði voru boðaðar út á hæsta forgang rétt upp úr klukkan 14 í dag vegna kajakræðara sem fallið hafði útbyrðis af bát sínum austan við Hrísey. 29.4.2023 15:44
Ljósmyndarar Vísis og Stundarinnar verðlaunaðir Hörður Sveinsson tók ljósmynd ársins af móðurinni Hugrúnu Geirsdóttur að lesa fyrir dætur sínar Heklu og Ingveldi. Verðlaunin fyrir myndir ársins 2022 voru afhentar í dag. 29.4.2023 15:31
Æfðu viðbragð við flugslysi á Bíldudal Flugslysaæfing fór fram á Bíldudalsflugvelli í morgun. Samkvæmt Landsbjörgu fór allt vel fram og náðust öll markmiðin sem voru sett. 29.4.2023 14:55
„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. 29.4.2023 13:00
Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna. 29.4.2023 10:04
Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28.4.2023 16:09
Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. 28.4.2023 15:28
Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 28.4.2023 13:39