Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 15:28 Auður segir sífellt algengara að fyrirtæki stimpli sig sem græn án þess að eiga innistæðu fyrir því. Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. „Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður. Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður.
Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45