Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28.8.2023 15:27
Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. 28.8.2023 13:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25.8.2023 14:03
Tilfinningarík stund þegar Sigríður Heiða kvaddi Laugarnesskóla Sigríður Heiða Bragadóttir, fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla, kvaddi nemendur og starfsfólk í dag. Hún hefur verið skólastjóri í sautján ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar. Sagðist hún þar hafa neyðst til að hætta að læknisráði vegna veikinda tengdum myglu í skólanum. 25.8.2023 11:33
Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25.8.2023 10:29
Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. 24.8.2023 16:36
Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu. 24.8.2023 15:38
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24.8.2023 14:04
Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. 24.8.2023 11:27
Albert segist saklaus af ásökunum um kynferðisbrot Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur hafnað ásökunum um kynferðisbrot. Hann hefur verið kærður og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á meðan. 24.8.2023 09:21