Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 11:27 Sandra ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hæðin sem hann bjó á hefur verið rifin. Dýrfinna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. „Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur. Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
„Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur.
Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55
Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55