Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8.1.2020 10:11
Guaidó komst inn í þinghúsið ásamt hópi þingmanna Tveir gera nú tilkall til embættis forseta þings Venesúela eftir umdeilda atkvæðagreiðslu í þinginu um helgina. 7.1.2020 16:30
Pútín heimsótti Sýrland og hitti Assad Þetta er í annað skiptið sem forseti Rússlands heimsækir Sýrland þar sem rússneskir hermenn hafa tekið þátt í borgarastríðinu til að styðja Assad forseta frá árinu 2015. 7.1.2020 15:49
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7.1.2020 13:54
Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina TESS-sjónaukanum var skotið á loft árið 2018. Bergreikistjarna á braut um rauðan dverg er sú fyrsta sem hann finnur sem er á stærð við jörðina og í lífbelti stjörnu. 7.1.2020 12:31
Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7.1.2020 11:25
Krefja yfirvöld svara um meðferð á fólki af írönskum ættum Bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum voru stöðvaðir og yfirheyrðir tímunum saman á landamærum Bandaríkjanna og Kanada um helgina. 7.1.2020 10:53
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7.1.2020 10:20
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6.1.2020 16:23
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6.1.2020 14:21