Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 10:20 Ghosn-hjónin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018. Vísir/EPA Saksóknarar í Japan hafa gefið út handtökuskipun á hendur Carole Ghosn, eiginkonu fyrrverandi stjórnarformanns Nissan sem flúði land þegar hann gekk laus gegn tryggingu í síðustu viku. Hún er sökuð um að hafa framið meinsæri þegar hún bar vitni í máli eiginmanns hennar í fyrra. Carlos Ghosn flúði til Líbanon í síðustu viku en hann hefur verið sakaður um fjármálamisferli í störfum sínum fyrir Nissan í Japan. Saksóknararnir segja að eiginkona hans hafi logið um millifærslur sem eru taldar hafa valdið Nissan fjárhagslegu tjóni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá á hún að hafa logið um að hún þekkti ekki ákveðið fólk og um að hún hefði ekki hitt það. Eftir að Carlos Ghosn var látinn laus gegn tryggingu var eiginkonu hans bannað að hitta hans af ótta yfirvalda við að hún myndi hjálpa honum að eiga við sönnunargögn í málinu. Carole Ghosn er ekki í Japan og hefur sést á myndum með eiginmanni sínum í Beirút í Líbanon. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons og viðurkenna japönsk yfirvöld að óljóst sé hvort að hann fáist framseldur til að svara til saka fyrir ákærurnar þar. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Ghosn Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld í Líbanon ætla að bregðast við handtökuskipan Interpol sem þeim hefur borist. 2. janúar 2020 13:52 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Saksóknarar í Japan hafa gefið út handtökuskipun á hendur Carole Ghosn, eiginkonu fyrrverandi stjórnarformanns Nissan sem flúði land þegar hann gekk laus gegn tryggingu í síðustu viku. Hún er sökuð um að hafa framið meinsæri þegar hún bar vitni í máli eiginmanns hennar í fyrra. Carlos Ghosn flúði til Líbanon í síðustu viku en hann hefur verið sakaður um fjármálamisferli í störfum sínum fyrir Nissan í Japan. Saksóknararnir segja að eiginkona hans hafi logið um millifærslur sem eru taldar hafa valdið Nissan fjárhagslegu tjóni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá á hún að hafa logið um að hún þekkti ekki ákveðið fólk og um að hún hefði ekki hitt það. Eftir að Carlos Ghosn var látinn laus gegn tryggingu var eiginkonu hans bannað að hitta hans af ótta yfirvalda við að hún myndi hjálpa honum að eiga við sönnunargögn í málinu. Carole Ghosn er ekki í Japan og hefur sést á myndum með eiginmanni sínum í Beirút í Líbanon. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons og viðurkenna japönsk yfirvöld að óljóst sé hvort að hann fáist framseldur til að svara til saka fyrir ákærurnar þar.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Ghosn Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld í Líbanon ætla að bregðast við handtökuskipan Interpol sem þeim hefur borist. 2. janúar 2020 13:52 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45
Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Ghosn Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld í Líbanon ætla að bregðast við handtökuskipan Interpol sem þeim hefur borist. 2. janúar 2020 13:52
Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45