Krefja yfirvöld svara um meðferð á fólki af írönskum ættum Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 10:53 Negah Hekmati (t.h.) lýsti reynslu sinni af landamæravörðum á blaðamannafundi sem þingkona demókrata, Pramila Jayapal (t.h.), boðaði til í Seattle í gær. AP/Elaine Thompson Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42