Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20.4.2020 15:06
Tvö ný smit á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.773 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um tvö milli daga. 20.4.2020 13:04
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20.4.2020 11:18
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17.4.2020 23:39
Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. 17.4.2020 23:05
Þyrla Gæslunnar kom slösuðum vélsleðamanni á sjúkrahús Vélsleðamanni á fertugsaldri sem slasaðist í slysi í Keflavíkurdal í Eyjafirði í kvöld var komið undir læknishendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á níunda tímanum í kvöld. Talið er að maðurinn hafi farið úr axlarlið. 17.4.2020 22:09
Verktakafélagið VHE í greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjaness hefur veitt verktaka- og þjónustufyrirtækinu VHE ehf. heimild til greiðslustöðvunar. Starfsemi fyrirtækisins er sögð verða að mestu óbreytt en um 250 manns starfa fyrir það. 17.4.2020 21:42
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17.4.2020 19:49
Á fjórða tug vindorkukosta í fjórða áfanga rammaáætlunar Orkustofnun hefur sent gögn um 43 nýja virkjunarkosti að ósk verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar. Langflestir kostirnir eru í vindorku en stofnunin hefur þó ekki farið yfir gögn um þá vegna lagalegrar óvissu um vindorku gagnvart rammaáætlun. 17.4.2020 18:54
Starfsmannafélag Garðabæjar skrifar undir kjarasamning Fulltrúar Starfsmannafélags Garðabæjar og launanefndar sveitarfélaganna skrifuðu undir rafrænan kjarasamning í dag. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax í kvöld. 17.4.2020 18:23