Kvöldfréttir Stöðvar 2 Níunda andlátið af völdum Covid-19 á Íslandi, fjölgun samfélagssmita á Vestfjörðum og stóraukið atvinnuleysi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. 17.4.2020 18:10
Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17.4.2020 17:55
Öryggisverðir slökktu eld í bakaríi Jóa Fel Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Holtagarða í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í loftræstikerfi í bakaríi Jóa Fel en öryggisvörðum tókst að slökkva hann áður en slökkvilið bar að garði. 16.4.2020 22:54
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16.4.2020 20:52
Ógnuðu manni með skotvopni í Vesturbænum Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir eftir að tilkynning barst um að þeir hefðu ógnað þriðja manninum með skotvopni í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 19:00 í kvöld. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 16.4.2020 20:42
Rambóleikarinn Brian Dennehy látinn Brian Dennehy, bandaríski leikarinn sem hlaut meðal annars tvenn Tony-verðlaun á ferlinum, er látinn, 81 árs að aldri. Dennehy var einna þekktastur fyrir hlutverk sín í fyrstu Rambómyndinni, „Cocoon“ og „Tommy boy“. 16.4.2020 19:20
Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 16.4.2020 18:06
Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. 16.4.2020 17:35
Konan sem lýst var eftir er fundin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir eldri konu sem ekki hafði sést til síðan síðdegis í dag. Konan er nú fundin. 16.4.2020 09:44
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15.4.2020 22:55