Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 19:49 Vopnaðir mótmælendur við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan. Í bakgrunni stendur mótmælandi með skilti þar sem ríkisstjóranum Gretchen Whitmer er líkt við nasistaforingjanna Adolf Hitler vegna sóttvarnaaðgerðanna. AP/Paul Sancya Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49