Vinna að leiðbeiningum fyrir tjaldstæði í sumar Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands. 22.4.2020 16:38
Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. 22.4.2020 15:48
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22.4.2020 15:11
Sjö ný smit og fækkar á sjúkrahúsum Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.785 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um sjö á milli daga. Þeim sem liggja á sjúkrahúsum fækkaði um sex á milli daga. 22.4.2020 12:57
Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana. 22.4.2020 12:47
Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja „óhugsandi“álag á heilbrigðiskerfið. 22.4.2020 12:03
Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. 22.4.2020 11:13
Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22.4.2020 10:43
Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar. 21.4.2020 16:56
Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. 21.4.2020 15:37