Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13.5.2020 17:52
Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. 12.5.2020 23:41
Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. 12.5.2020 22:48
Samþykktu lög um vernd uppljóstrara Frumvarp um vernd uppljóstrara var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi nú í kvöld. Nýju lögunum er ætlað að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi með því að veita uppljóstrurum vernd fyrir óréttlátri meðferð eins og uppsögn eða kjaraskerðingu. 12.5.2020 21:02
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12.5.2020 20:31
Katrín við CNN: Ísland að ná tökum á veirunni Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 12.5.2020 19:50
Braut ítrekað gegn nálgunarbanni grunaður um nauðgun og heimilisofbeldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa beitt eiginkonu sína endurteknu og margvíslegu ofbeldi var staðfestur í Landsrétti í gær. Dómurinn taldi nauðsynlegt að maðurinn sætti varðhaldi til að verja konuna og þá sem standa henni næst fyrir árásum hans. 12.5.2020 18:46
Hluti Hverfisgötu lokaður fram að helgi Hverfisgata í Reykjavíkur verður lokuð á milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis vegna framkvæmda til og með föstudeginum 15. maí. Settur verða upp hraðhindranir og snjóbræðslukerfi lagt undir gangstétt á gatnamótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. 12.5.2020 17:36
Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10.5.2020 23:51
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10.5.2020 22:47