Konungur Sádi-Arabíu lagður inn á sjúkrahús Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í Ríad vegna bólgu í gallblöðru. Konungurinn, sem er 84 ára gamall, gengst nú undir rannsóknir, að sögn ríkisfréttastofu landsins. 20.7.2020 10:15
Veðurviðvörun fyrir Vestfirði orðin appelsínugul Varað er við mikilli rigningu og hættu á skriðuföllum í appelsínugulri viðvörun sem Veðurstofan hefur gefið út fyrir Vestfirði og gildir langt fram á annað kvöld. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris fyrir landið vestan- og norðanvert. 16.7.2020 16:57
Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. 16.7.2020 16:41
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16.7.2020 16:12
Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16.7.2020 14:12
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16.7.2020 12:59
Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16.7.2020 11:22
Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. 16.7.2020 10:29
Eldur kviknaði í sjö írönskum skipum í höfn Engan sakaði þegar eldur kom upp í sjö skipum í slippi í höfn í Bushehr í sunnanverðu Íran í dag. Uppákoman bætist í röð atvika sem ekki hefur fengist skýring á undanfarnar vikur og hefur leitt til vangaveltna um skemmdarverk. 15.7.2020 16:37
Þúsundir þorpa á floti í mannskæðum monsúnflóðum á Indlandi Að minnsta kosti fimmtíu manns eru látnir og fleiri en tvær milljónir manna hafa orðið fyrir áhrifum af miklum monsúnflóðum í Assam-ríki á norðaustanverðu Indlandi. 15.7.2020 15:51