Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Konungur Sádi-Arabíu lagður inn á sjúkrahús

Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í Ríad vegna bólgu í gallblöðru. Konungurinn, sem er 84 ára gamall, gengst nú undir rannsóknir, að sögn ríkisfréttastofu landsins.

Veðurviðvörun fyrir Vestfirði orðin appelsínugul

Varað er við mikilli rigningu og hættu á skriðuföllum í appelsínugulri viðvörun sem Veðurstofan hefur gefið út fyrir Vestfirði og gildir langt fram á annað kvöld. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris fyrir landið vestan- og norðanvert.

Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni

Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar.

Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot

Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana.

Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum.

Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup

Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu.

Eldur kviknaði í sjö írönskum skipum í höfn

Engan sakaði þegar eldur kom upp í sjö skipum í slippi í höfn í Bushehr í sunnanverðu Íran í dag. Uppákoman bætist í röð atvika sem ekki hefur fengist skýring á undanfarnar vikur og hefur leitt til vangaveltna um skemmdarverk.

Sjá meira