Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja

Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins.

Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland

Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni.

Bað sendiherra um að útvega klúbbi Trump stórmót í golfi

Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra.

Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum.

Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær.

Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston

Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk.

Sjá meira