Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:07 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00
Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00
Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51