Aðstoða bátsverja í vélarvana bátum Þrjú björgunarskip hafa verið boðuð út á síðasta klukkutímanum vegna tveggja vélarvana báta á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra í dag. Einn bátsverji er sagður um borð í hvorum bátnum. 29.7.2020 16:10
Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29.7.2020 16:06
Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. 29.7.2020 13:59
Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum. 29.7.2020 11:15
Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. 29.7.2020 10:43
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28.7.2020 16:50
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28.7.2020 16:19
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28.7.2020 15:26
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28.7.2020 14:18
Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. 28.7.2020 12:54