Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. 10.6.2021 08:41
Sjáðu sólmyrkvann í beinni Skýjað og rigning er nú víða á landinu þegar deildarmyrkvi á sólu fer yfir fyrir hádegið. Myrkvinn sést þó víðar á norðurhveli og hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. 10.6.2021 08:16
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9.6.2021 15:04
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9.6.2021 14:21
Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. 9.6.2021 12:49
Samtök Navalní líklega bönnuð í dag Búist er við því að dómstóll í Moskvu fallist á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, ólögleg öfgasamtök í dag. Félagar í samtökunum gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma auk þess sem þeim yrði bannað að bjóða sig fram í kosningum í haust með nýjum lögum. 9.6.2021 10:35
Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. 8.6.2021 16:58
Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8.6.2021 15:20
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8.6.2021 13:12
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8.6.2021 11:15