Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 15:20 Lögreglumenn við bandaríska þinghúsið reyndu að halda aftur af stuðningsmönnum Trump 6. janúar. Skýrsla þingnefnda leiðir í ljós að upplýsingar sem greiningardeild þinglögreglunnar hafði um það sem var í vændum hafi ekki skilað sér í hættumat í aðdragandanum. AP/Julio Cortez Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira