Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Paypal kastar ís­lenskum aurum

Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi.

Ríkið samdi við hjúkrunar­fræðinga

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið.

Fær „drauma­ferð“ sem fór út um þúfur ekki bætta

Kona sem missti af því sem hún lýsti sem draumaferð vegna glundroða á alþjóðlegum flugvöllum síðasta sumar fær kostnað sinn ekki endurgreiddan frá ferðaskrifstofunni sem bókaði ferðina. Hún taldi ráðgjöf ferðaskrifstofuna hafa verið óábyrga vegna ástandsins á flugvöllum á þeim tíma.

Herða lög um her­kvaðningu fyrir gagn­sókn Úkraínu­manna

Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“.

Segist hafa ein­faldað frá­sögnina til að hlífa sér og öðrum

Fjölmiðlakonan Edda Falak segir að hún hafi „einfaldað“ frásögn sína af viðhorfum sem hún kynntist í fjármálalífinu í Danmörku til að hlífa bæði sjálfri sér og fólki sem sýndi henni vanvirðingu. Hún segist hafa fengið hótanir um ofbeldi vegna starfa sinna.

Stofnandi Thera­nos kemst ekki hjá fangelsis­vist

Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik.

Sam­starfs­mennirnir voru skot­mark á­rásarinnar

Bankastarfsmaður sem skaut fimm manns til bana í Louisville í Kentucky á öðrum degi páska ætlaði sér að myrða samstarfsfélaga sína sérstaklega, að sögn lögreglu. Lögreglumenn felldu byssumanninn.

Meintur skot­maður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ó­tengdra brota

Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu.

Finnar boðnir vel­komnir í At­lants­hafs­banda­lagið

Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna.

Sjá meira