Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 14:29 Kort yfir lokanir gatna í kringum leiðtogafundinn í Reykjavík 16.-17. maí. Vegagerðin Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. Von er á tugum leiðtoga Evrópuríkja á leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Reykjavík dagana 15. 17. maí. Af öryggisástæðum verður lokað fyrir umferð ökutækja um götur í kringum Hörpu á meðan. Næsta nágrenni Hörpu verður alfarið lokað almenningi. Lokunin tekur gildi klukkan 23:00 mánudagskvöldið 15. maí. Henni verður aflétt klukkan 18:00 miðvikudaginn 17. maí. Gangandi og hjólandi geta ferðast um lokunarsvæðið fyrir utan næsta nágrenni ráðstefnuhússins. Engar almenningssamgöngur verða heldur innan svæðisins. Strætó ekur eftir breyttum akstursleiðum á meðan á lokuninni stendur, að því er kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjól rafhlaupahjólaleigna verða ekki virk innan lokunarsvæðisins. Íbúum sem eiga lögheimili og bílastæði innan lokunarsvæðisins er bent á að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Von er á upplýsingum um ráðstafanir fyrir hreyfihamlaða. Vegagerðin segir að gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli dagana sem fundurinn er haldinn. Gert er ráð fyrir að áhrifin verði mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Von er á tugum leiðtoga Evrópuríkja á leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Reykjavík dagana 15. 17. maí. Af öryggisástæðum verður lokað fyrir umferð ökutækja um götur í kringum Hörpu á meðan. Næsta nágrenni Hörpu verður alfarið lokað almenningi. Lokunin tekur gildi klukkan 23:00 mánudagskvöldið 15. maí. Henni verður aflétt klukkan 18:00 miðvikudaginn 17. maí. Gangandi og hjólandi geta ferðast um lokunarsvæðið fyrir utan næsta nágrenni ráðstefnuhússins. Engar almenningssamgöngur verða heldur innan svæðisins. Strætó ekur eftir breyttum akstursleiðum á meðan á lokuninni stendur, að því er kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjól rafhlaupahjólaleigna verða ekki virk innan lokunarsvæðisins. Íbúum sem eiga lögheimili og bílastæði innan lokunarsvæðisins er bent á að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Von er á upplýsingum um ráðstafanir fyrir hreyfihamlaða. Vegagerðin segir að gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli dagana sem fundurinn er haldinn. Gert er ráð fyrir að áhrifin verði mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira