Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segist engin deili kunna á raf­mynta­jöfri sem hann náðaði

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski.

Ekki meið­yrði hjá RÚV að lýsa yfir­lýsingum Elds Smára rétti­lega

Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára.

Banda­rískir erind­rekar hótuðu evrópskum kollegum sínum

Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum.

Töldu hættu stafa af einkaþotu­fyrir­tækinu sem var svipt starfs­leyfi

Flugþjónustufyrirtækið ACE FBO sem var svipt starfsleyfi sínu á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli síðasta vetur tilkynnti ekki um öryggisatvik sem því var skylt og braut reglur ítrekað. Áhættumat sem var unnið um starfsemina var sagt staðfesta að hún stæðist ekki kröfur um flugöryggi.

Út­lit fyrir að hníf­jafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti

Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar.

Segja þing­mann draga upp skakka mynd af stöðu ný­sköpunar

Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu.

Bandidos-bifhjólagengið bannað í Dan­mörku

Dómstóll í Danmörku lýsti bifhjólagengið alræmda Bandidos ólöglegt og skipaði fyrir um að það skyldi leyst upp í dag. Mismunandi deildir gengisins myndi eina heild sem sé skipulögð glæpasamtök.

Sjá meira