Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæstaréttar­dómarar fjar­lægðu flein úr holdi Bandaríkja­for­seta

Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum.

Um­bóta þörf til að halda uppi lífs­gæðum á Ís­landi að mati OECD

Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum.

Setja 150 milljónir auka­lega í að að­stoða Palestínu­menn

Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin.

Hætta þátt­töku í alþjóð­legu bólu­setningar­sam­starfi fyrir börn

Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa.

Lögðu grunninn að „sterkara, sann­gjarnara og ban­vænna“ NATO

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO.

Telur engan vafa um að Banda­ríkin verji banda­menn sína

Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín.

Meiri­hluti vill stöðva mál­þóf á Al­þingi

Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál.

Sjá meira