ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. 6.11.2025 16:11
Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu. 6.11.2025 14:19
Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Tugir bíla, póstkassar og húsveggir voru saurgaðir með hakakrossum sem voru málaðir með blóði úr manni í borginni Hanau í Þýskalandi í vikunni. Lögregla rannsakar spellvirkin en tákn nasismans eru ólögleg í Þýskalandi. 6.11.2025 13:39
Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6.11.2025 11:55
Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Aðeins tæpur fimmtungur stjórnmálasamtaka skilaði ársreikningi til Ríkisendurskoðunar á tilskildum tíma um mánaðamótin. Samfylkingin er eini flokkurinn á Alþingi sem er í vanskilum. 6.11.2025 09:09
Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. 5.11.2025 13:27
Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Bráðabirgðasamkomulag sem umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja náðu í morgun um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040 útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Þá samþykktu ráðherrarnir uppfært markmið fyrir 2035. 5.11.2025 09:22
Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sextán þátttakendur frá Íslandi eru skráðir til þátttöku á COP30-loftslagsráðstefnunni sem fer fram í Brasilíu, þar af sjö manna opinber sendinefnd. Íslenskum þáttakendum fækkar gríðarlega frá fyrri ráðstefnum. 5.11.2025 07:00
Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum. 4.11.2025 15:40
Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. 4.11.2025 11:28