Stormi spáð norðvestantil „Á Norðursjó er alldjúp lægð sem þokast norðvestur og síðar vestur og stjórnar veðrinu hjá okkur,“ segir á vef Veðurstofu Íslands um veðurspá dagsins. Þar segir að í dag verði norðaustlæg átt og víða stinningskaldi eða allhvasst. 4.11.2023 07:57
Slagsmál reyndust rán Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur um hálf tíuleytið í gærkvöldi og fór strax á vettvang. Þar komst hún að því að nokkrir einstaklingar virtust vera að ræna einn. 4.11.2023 07:25
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3.11.2023 18:25
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3.11.2023 15:19
Þegar Íslendingur deildi við eina stærstu YouTube-stjörnu heims Guðjón Daníel Jónsson, lögregluþjónn og fyrrverandi YouTube-stjarna, var góður vinur hins breska Olajide Olayinka Williams Olatunji, en lenti síðan í deilum við hann. Olajide, sem er betur þekktur undir nafninu KSI, er ein vinsælasta YouTube-stjarna heims. 3.11.2023 13:16
Bændahjón óttaslegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“ Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021. 3.11.2023 07:01
Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. 2.11.2023 17:19
Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. 2.11.2023 08:00
Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. 1.11.2023 16:16
Kona dæmd til að selja íbúðina vegna umgangs úr undirheimum Héraðsdómur Reykjaness hefur gert konu að flytja af heimili sínu og taka með sér allt sem henni tilheyrir og selja eignarhluti sína í umræddu húsi. 31.10.2023 17:06