Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fengu boð frá neyðar­sendi en allt var í himna­lagi

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en þar kemur einnig fram að þyrlusveit gæslunnar hafi verið í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli vegna málsins.

Bílvelta við Lögbergsbrekku

Bílvelta varð við Lögbergsbrekku um hálf tíuleytið í dag. Brekkan er skammt frá höfuðborgarsvæðinu þegar keyrt er austur fyrir fjall.

Til­búin að verða for­maður flokksins

„Ég held ég sé nú bara mjög venjuleg stelpa af Skaganum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, spurð um hver hún sé. Hún segist tilbúin í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og vonast til að flokksfólk treysti henni til þess að sinna því hlutverki.

Skor­dýr í kryddi og gler­brot í súpu

Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot.

Breytt hætta í Grinda­vík vegna mögu­legs hraunflæðis

Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar.

Sjá meira