„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“ Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli. 28.12.2023 13:56
Byssumanna enn leitað eftir árás á aðfangadag Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu. 27.12.2023 13:57
Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. 27.12.2023 13:39
YouTube-ari leysti tíu ára gamalt mannshvarfsmál Rannsókn bandaríska YouTube-arans James Hinkle varð til þess að líkamsleifar manns, sem hafði verði týndur í tíu ár, fundust í Missouri-ríki Bandaríkjanna. 27.12.2023 11:37
Norðurland vill ísbirnina heim Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. 22.12.2023 07:01
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21.12.2023 15:37
Náðu ekki samningum um áframhaldandi leikskólastarf í Grindavík Heilsuleiksskólinn Krókur í Grindavík tilkynnti foreldrum barna í skólanum í gær að samningar um áframhaldandi rekstur skólans eftir áramót hefðu ekki tekist. Bærinn mun sjálfur taka við leikskólastarfinu, en það hefur verið í umsjón Skóla ehf. 21.12.2023 12:50
Samherji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA. 21.12.2023 10:10
Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. 20.12.2023 17:09
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20.12.2023 16:08