Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta. 17.3.2025 17:03
Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Tómas Steindórsson furðar sig á ummælum Draymonds Green, leikmanns Golden State Warriors, um Karl-Anthony Towns, leikmann New York Knicks, í hlaðvarpi sínu. 17.3.2025 16:30
Víkingur missir undanúrslitasætið Víkingur spilar ekki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta. Liðinu var dæmdur ósigur í leiknum gegn Keflavík á föstudaginn þar sem það tefldi fram ólöglegum leikmanni. 17.3.2025 16:04
Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. 17.3.2025 14:49
Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Óhætt er að segja að Sergio Ramos hafi komið eins og stormsveipur inn í mexíkóska boltann. Hann fékk rautt spjald í leik í nótt fyrir að sparka í afturenda mótherja. 17.3.2025 13:01
Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð tapaði Cleveland Cavaliers loks þegar Orlando Magic mætti í heimsókn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 103-108, Orlando í vil. 17.3.2025 12:31
„Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins. 17.3.2025 10:30
Sjáðu Albert skora gegn Juventus Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. 17.3.2025 10:03
„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn. 14.3.2025 15:32
Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sýndi leikmanni liðsins, Allan Saint-Maximin enga miskunn þegar hann ræddi um ákvörðun sína að velja hann ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Rangers í Evrópudeildinni. 14.3.2025 14:48