Körfubolti

Sögu­leg frammi­staða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hvor er hittnari fyrir utan þriggja stiga línuna? Andri Már Eggertsson eða Tómas Steindórsson?
Hvor er hittnari fyrir utan þriggja stiga línuna? Andri Már Eggertsson eða Tómas Steindórsson? sýn sport

Með hverri vikunni eykst spennan á Extra-leikunum þar sem þeir Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds Extra mættust þeir í þriggja stiga keppni í körfubolta.

Tommi spilaði körfubolta en tók sjaldan þriggja stiga skot. Andri hefur hins vegar aldrei æft körfubolta og því var spennandi að sjá hvernig þeim reiddi af í þriggja stiga keppninni.

„Ef ég ætti að vinna eina körfuboltagrein gegn honum væri það þriggja stiga keppni þannig að ég hef fulla trú á þessu,“ sagði Andri kokhraustur.

Klippa: Extra-leikarnir: 9. umferð - þriggja stiga keppni

Hvor um sig tók fimmtán þriggja skot frá fimm stöðum. Tommi reið á vaðið og vonaðist til að setja allavega fimm skot niður.

„Nú er ég stressaður,“ sagði Andri þegar hann gekk inn í salinn eftir að Tommi hafði lokið sér af.

Í spilaranum hér fyrir ofan má svo sjá hvernig þeim Andra og Tomma gekk í þriggja stiga keppninni og svo viðbrögð þeirra við úrslitunum og stöðunni á Extra-leikunum.


Tengdar fréttir

Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×