Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14.10.2024 10:56
Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Leikmenn nígeríska landsliðsins segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu í aðdraganda leiks liðanna í undankeppni Afríkukeppninnar í fótbolta. 14.10.2024 10:01
Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Julio Enciso, leikmaður Brighton, var hætt kominn í flugi frá Englandi til Suður-Ameríku. Hann hélt að hann væri að fara að deyja. 11.10.2024 16:16
Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Þjálfari írska fótboltalandsliðsins, Heimir Hallgrímsson, var afar sáttur með stuðninginn sem það fékk í sigrinum í Finnlandi í Þjóðadeildinni í gær. Hann sagðist aldrei hafa upplifað annan eins stuðning í útileik. 11.10.2024 15:32
Saka fór meiddur út af Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór meiddur af velli þegar England tapaði fyrir Grikklandi í Þjóðadeildinni í gær. 11.10.2024 13:01
Solskjær hafnaði Dönum Ekkert verður af því að Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, taki við danska landsliðinu. 11.10.2024 12:01
Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Leikmenn gríska fótboltalandsliðsins vildu ekki spila leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni vegna fráfalls Georges Baldock. Hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs. 11.10.2024 10:31
Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11.10.2024 09:03
Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, hefur gengist undir smávægilega aðgerð vegna of hraðs hjartsláttar. 10.10.2024 16:33
Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. 10.10.2024 15:45