Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára. 14.1.2022 09:13
Átta prósent eignasafns Birtu verði í grænum fjárfestingum fyrir 2030 Lífeyrissjóðurinn Birta hefur sett sér það markmið að um átta prósent af eignasafni sjóðsins verði í grænum fjárfestingum fyrir lok árs 2030. Ekki verði hins vegar veittur afsláttur af arðsemismarkmiði sjóðsins við val á slíkum fjárfestingum. 13.1.2022 12:30
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13.1.2022 10:35
Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata Framtakssjóðurinn VEX I ásamt öðrum fjárfestum hafa gert bindandi samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Það er í dag að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins. 13.1.2022 08:25
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. 12.1.2022 17:48
Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. 12.1.2022 09:07
Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020. 11.1.2022 15:02
Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag. 10.1.2022 17:47
Heimilin sækja á ný í íbúðalán hjá lífeyrissjóðum eftir langt hlé Hrein ný lán lífeyrissjóðanna til heimila námu um 1.449 milljónum króna í nóvember á árinu 2021 og er þetta í fyrsta sinn í um næstum eitt og hálft ár sem slík sjóðsfélagalán eru meiri en sem nemur uppgreiðslum innan mánaðar. 10.1.2022 11:33
Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna. 10.1.2022 09:01