Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum minnka áherslu á ríkisbréfakaup

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) og Birta lífeyrissjóður stefna báðir að því að draga úr vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni sínu á árinu 2022 en á sama tíma áformar LIVE, sem er næst stærsti lífeyrissjóður landsins, að auka hlutfall innlendra hlutabréfa sitt um liðlega fjórðung á milli ára.

Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar

Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel.

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Sjá meira